Nýfundin risaeðlufótspor

Reuters

Áður óuppgötvuð fótspor eftir risaeðlu hefur fundist í Patagonia í Argentínu á svæði sem nefnt hefur verið Júragarður landsins. Fótsporin eru allt að 1,2 metrar í þvermáli.

Jorge Calvo, vísindamaður við Þjóðarháskólann í Comahue, segir fótsporin tilheyra sauropod risaeðlunni, vera í mörgum mismunandi stærðum og vera í góðu ásigkomulagi. Segir hann allt benda til þess að fótsporin séu a.m.k. 90 milljón ára gömul. 

Svæðið þar sem fótsporin fundust er eitt það mikilvægasta í Suður-Ameríku þegar kemur að steingervingum. Þar fundust árið 1993 leifar af giganotosaurus carolinii risaeðlunni, sem var stærsta kjötæturisaeðlan sem uppi hefur verið í Suður-Ameríku.

Það var jógakennari sem fann sporin fyrir algjöra tilviljun fyrir nokkrum dögum á ferð sinni um svæðið.






mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert