Vélmenni hefur gefið saman brúðhjón í fyrsta sinn. Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að athöfnin fór fram í Tókýó, enda Japanir í fremstu röð hvað varðar smíði og þróun vélmenna.
Vélmennið, sem kallast I-Fairy, gaf saman þau Tomohiro Shibata og Satoko Inoue.
Þau segja að það hafi legið í augum uppi að láta vélmenni gefa sig saman, enda bæði menntuð í vélfærafræði og starfa við þróun vélmenna. Þau hafi kynnst í gegnum áhuga sinn á vélmennum.
I-Fairy þurfti hins vegar á smá aðstoða að halda, því „prestinum“ var fjarstýrt úr öðru herbergi.