Heitasti aprílmánuður sögunnar

Nýliðinn aprílmánuður var heitasti apríl sem um getur. Meðalhitastig á jörðinni var 14,5°C að sögn Aljóðaveðurfræðistofnunarinnar. Skrár um hitastig á jörðinni ná aftur til ársins 1880. 

Stofnunin vísaði til gagna frá bandarísku veður- og hafrannsóknastofnunarinnar, NOAA, sem benda til þess að hitinn í apríl sl. hafi verið 0,76°C yfir meðallagi en hiti í apríl var að jafnaði 13,7 stig á 20. öld.

Óvenju heitt var í apríl í Kanada, Alaska, austurhluta Bandaríkjanna, Ástralíu, Suður-Asíu, Norður-Afríku og norðurhluta Rússlands.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert