Aðgangur takmarkaður vegna guðlasts

mbl.is

Stjórnvöld í Pakistan hafa lokað átta hundruð vefjum og vilja með þessu t takmarka aðgang almennings að guðlasti. Hafa þau skorið upp herör gegn efni sem hægt er að túlka sem guðlast og er meðal annars búið að loka á Facebook og YouTube.

Alfræðiritið Wikipedia er þar ekki undanskilið en fjarskiptayfirvöld hafa sett takmarkanir á það hvaða hluti Wikipedia megi fara inn á.

Bannið við aðgangi á Facebook var sett í kjölfar þess að einhver notandi síðunnar setti af stað skopmyndakeppni af Múhameð spámanni. Samkeppnin vakti mikinn ugg og reiði hjá mörgum trúuðum Pakistönum. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert