Vilja koma böndum á Google

Möguleikar Google til upplýsingasöfnunar skjóta mörgum skelk í bringu.
Möguleikar Google til upplýsingasöfnunar skjóta mörgum skelk í bringu. ROBERT GALBRAITH

Yf­ir­völd í Sviss telja að setja þurfi lög til að koma bönd­um á fyr­ir­tæki á borð við Google, sem ógni rétti fólks til einka­lífs og friðhelg­is. Han­speter Thu­er, yf­ir­maður upp­lýs­inga­ör­ygg­is í Sviss, seg­ist í sam­tali við dag­blaðið Sonntag telja að starf­semi upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tækja, sem ógni friðhelgi einka­lífs, eigi að vera leyf­is­skyld og setja þurfi um þau ströng löng.

Sér­stak­ar áhyggj­ur hef­ur Thu­er af „Street View“ þjón­ustu Google, en þar er hægt að skoða ljós­mynd­ir af flest­um göt­um í fjöl­mörg­um borg­um. Í síðasta mánuði kom í ljós að Google hefði notað mynd­ir af per­sónu­leg­um net­kerf­um (WLAN) þegar fyr­ir­tækið safnaði mynd­um fyr­ir Street View í Sviss.

Google sagði að um miðstök hefði verið að ræða, en Thu­er hef­ur fyr­ir­skipað rann­sókn á mál­inu. Seg­ir hann erfitt að trúa því að fjölþjóðlegt fé­lag með jafn mörg­um sér­fræðing­um inn­an­borðs og Google hafi árum sam­an safnað upp­lýs­ing­um fyr­ir mis­tök.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka