Vilja koma böndum á Google

Möguleikar Google til upplýsingasöfnunar skjóta mörgum skelk í bringu.
Möguleikar Google til upplýsingasöfnunar skjóta mörgum skelk í bringu. ROBERT GALBRAITH

Yfirvöld í Sviss telja að setja þurfi lög til að koma böndum á fyrirtæki á borð við Google, sem ógni rétti fólks til einkalífs og friðhelgis. Hanspeter Thuer, yfirmaður upplýsingaöryggis í Sviss, segist í samtali við dagblaðið Sonntag telja að starfsemi upplýsingatæknifyrirtækja, sem ógni friðhelgi einkalífs, eigi að vera leyfisskyld og setja þurfi um þau ströng löng.

Sérstakar áhyggjur hefur Thuer af „Street View“ þjónustu Google, en þar er hægt að skoða ljósmyndir af flestum götum í fjölmörgum borgum. Í síðasta mánuði kom í ljós að Google hefði notað myndir af persónulegum netkerfum (WLAN) þegar fyrirtækið safnaði myndum fyrir Street View í Sviss.

Google sagði að um miðstök hefði verið að ræða, en Thuer hefur fyrirskipað rannsókn á málinu. Segir hann erfitt að trúa því að fjölþjóðlegt félag með jafn mörgum sérfræðingum innanborðs og Google hafi árum saman safnað upplýsingum fyrir mistök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert