Verðmæt epli raska ekki ró forstjóra Microsoft

Steve Ballmer ræddi við blaðamenn á Indlandi í dag.
Steve Ballmer ræddi við blaðamenn á Indlandi í dag. Reuters

Steve Ball­mer, for­stjóri Microsoft, seg­ist ekki hafa áhyggj­ur af því að Apple hafi tekið fram úr Microsoft og sé þar með orðið verðmæt­asta tæknifyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, þ.e. ef litið er til markaðsverðmæt­is.

Ball­mer ræddi við blaðamenn í Nýju-Delí á Indlandi í dag. „Leik­ur­inn er lang­ur. Það eru marg­ir góðir keppi­naut­ar, en við erum einnig mjög góðir keppi­naut­ar,“ sagði hann. „Ég mun hagn­ast meira og það er ekk­ert tæknifyr­ir­tæki á jörðinni sem er eins arðbært og við,“ sagði hann.

„Sjá­um hvað ger­ist, en ég er enn ánægður með að í 94 skipti af hverj­um 100 muni ein­hver kaupa Windows PC-tölvu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert