Vísindamenn segja að þeir sem bursta ekki tennurnar tvisvar sinnum á dag eigi í hættu á að fá hjartasjúkdóma. Þetta kemur fram í skoskri rannsókn sem 11.000 manns tóku þátt í.
Fram kemur í rannsókninni, sem er birt í The British Medical Journal, að þeir sem hirða illa um tennurnar og tannholdið eigi í aukinni hættu á að fá hjartasjúkdóma miðað við þá einstaklinga sem bursta tennurnar tvisvar á dag.
Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn rannsaka hvort tengsl séu á milli
tíðni tannburstunar og þess hvort fólk geti fengið hjartasjúkdóma.
Þetta styður fyrri rannsóknir sem hafa sýnt fram á tengsla á milli tannholdssjúkdóma og hjartasjúkdóma.
Fram kemur á vef BBC að góð tannheilsa sé aðeins einn þáttur í góðri heilsu. Vitað sé að bólgur í líkamanum, m.a. í munni og tannholdi, geti haft slæm áhrif á æðakerfi, þ.e. leitt til þess að æðar stíflist sem geti leitt til hjartaáfalls.