Japanska tæknifyrirtækið Sharp kynnti í dag nýja línu sjónvarpstækja, þrívíddar eða 3D. Vonast félagið til þess að nýju tækin eigi eftir að auka sölu á sjónvarpstækjum frá Sharp og um leið auka hagnað þess.
Sharp mun setja tækin í sölu í lok júlí og í Bandaríkjunum, Evrópu og Kína fyrir árslok.