Hreyfing mikilvægari en mataræði

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Reglu­leg hreyf­ing er lík­am­an­um mik­il­væg­ari en hollt mataræði. Þetta er niðurstaða nýrr­ar um­fangs­mik­ill­ar rann­sókn­ar sem unn­in var á veg­um norsku lýðheilsu­stöðvar­inn­ar.

Rann­sókn vís­inda­mann­anna leiðir í ljós að reglu­leg hreyf­ing hef­ur já­kvæðari fyr­ir­byggj­andi áhrif á fjölda sjúk­dóma, þeirra á meðal hjarta­sjúk­dóm­ar, syk­ur­sýki, brjóstakrabba­mein, ristil­krabba­mein og beinþynn­ingu, held­ur en hollt mat­ar­ræði.

Haakon Meyer, lækna­pró­fess­or, hjá Ósló­ar­há­skóla, legg­ur engu að síður áherslu á að hvoru tveggja sé mik­il­vægt, þ.e. hreyf­ing og hollt mataræði, til að tryggja góða heilsu. Bend­ir hann á að já­kvæð áhrif hreyf­ing­ar séu hins veg­ar auðmæl­an­legri en áhrif mataræðis.

Bjørn Richel­sen, yf­ir­lækn­ir hjá Árhúsa­há­skóla, tek­ur und­ir með norska starfs­bróður sín­um. „Til að tryggja góða heilsu er lyk­il­atriði að stunda reglu­lega hreyf­ingu. Næst­mik­il­væg­ast er að huga að mataræði og passa að maður borði ekki meira en maður brenn­ir. Þannig get­ur maður eðli­lega leyft sér að borða meira ef maður hreyf­ir sig meira á móti,“ seg­ir Bjørn Richel­sen.

Vís­inda­menn­irn­ir mæla með því að fólk hreyfi sig í að lág­marki 30 mín­út­ur á dag.



















mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert