Ljótir framleiða betra sæði

Flúraðir lukkufiskar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Flúraðir lukkufiskar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Vísindamenn hafa komist að því að ljótir gúbbifiskar í hitabeltinu framleiða betra sæði. Rannsóknin leiðir í ljós að litskrúðugir og fallegir hængar eyða of miklu í útlitið að því er virðist á kostnað sæðisgæða.

Jonathan Evans, prófessor hjá Miðstöð fyrir þróunarlíffræði við Háskólann í Vestur-Ástralíu, fór fyrir rannsókninni. Að hans sögn staðfesta rannsóknarniðurstöðurnar sæðissamkeppniskenninguna, en samkvæmt henni para hrygnurnar sig með nokkrum hængum og því ræðst það af gæðum sæðis hænganna hver þeirra nær að feðra afkvæmin sem hrygnan eignast.

Að mati Evans er sérlega áhugavert og gagnlegt að skoða hegðun gúbbifiska þar sem hængarnir skiptast í tvær tegundir þegar kemur að getnaði. Fyrri hópurinn leggur mikil í útlit sitt og því að heilla hrygnurnar meðan hinn hópurinn laumast að hrygnunum.

„Hængarnir sem stunda laumuaðferðina eru minna skreyttir, en sæði þeirra er hraðskreiðara en hjá skreyttu hængunum,“ segir Evans og bætir við að þó skreyttu hængarnir séu þannig vinsælli hjá hrygnunum þá vinni gæðasæði ljótu hænganna upp fyrir útlit þeirra.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert