Aska úr Eyjafjallajökli sem bindiefni?

Aska skefur af þökum húsa í Vestmannaeyjum.
Aska skefur af þökum húsa í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurgeir

Niðurstöður forrannsóknar Mannvits á ösku úr Eyjafjallajökli sem bætiefni í steinsteypu gefa tilefni til bjartsýni og hafa vakið athygli víða erlendis. Karsten Iversen, tæknifræðingur hjá Mannviti, segir öskuna svipa til ösku úr kolabrennslu sem notuð er til að bæta steinsteypu.

Vegna hás flutningskostnaðar sé slík kolaaska mjög dýr hér á landi og því þótti tilefni til að rannsaka málið. Karsten segir að málið verði rannsakað áfram ef einhver finnst til að taka þátt í verkefninu og fjármagna það.

Í tilkynningu frá Mannviti segir m.a. að fyrir rúmum 2000 árum hafi Rómverjar blandað kalki úr gosösku sem bindiefni í steinsteypu.

„Efnasamsetning gosöskunnar úr Eyjafjallajökli er svipuð og ösku sem fellur til við kolabrennslu, en hún er víða notuð til að bæta eiginleika steinsteypu. Starfsfólk Rannsóknarstofu Verkfræðistofu Mannvits sá því tækifæri til að kanna hvort askan úr eldgosinu gæti nýst sem bætiefni í steinsteypu eins og áðurnefnd kolaaska (flyash á ensku), en hún er nýtt að [afmörkuðu] leyti hér á landi, m.a. vegna hás flutningskostnaðar.

Aska úr Eyjafjallajökli er glerkennd og rík að kísilsýru og má ætla að hún sé búin svokölluðum Pozzolan eiginleikum. Því þótti mjög áhugavertað kanna þessa eiginleika hennar með tilliti til steypugerðar.

Pozzolan heitið á rætur sínar að rekja til svæðis í grennd við eldfjallið Versu á suðurhluta Ítalíu en fyrir rúmum 2000 árum blönduðu Rómverjar kalki í gosösku úr eldfjallinu og notuðu sem bindiefni í steinsteypu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert