Apple tekur „risastökk“með nýjum iPhone

00:00
00:00

Apple af­hjúpaði í dag end­ur­nýjaða út­gáfu af hinum gríðar­vin­sæla iP­ho­ne farsíma. Steve Jobs seg­ir að nýja út­gáf­an sé „stærsta stökk" sem fyr­ir­tækið hef­ur tekið síðan upp­runa­legi iP­ho­ne sím­inn var sett­ur á markað. Þessi fjórða út­gáfa iP­ho­ne er 24% þynnri en síðasta út­gáfa á und­an. Skjár­inn er sagður betri en áður og í hon­um er mynda­vél sem get­ur tekið mynd­bönd.

Aðdá­end­ur Apple bíða þess ef­laust spennt­ir að sím­inn komi í al­menna sölu. Gagn­rýn­end­ur segja hins­veg­ar að vin­sæld­ir sím­ans verði lík­lega fyr­ir áhrif­um frá því hversu stranga stjórn Apple vill hafa yfir því hvað not­end­ur geta og geta ekki gert við tækja­búnaðinn.   

Í sím­an­um eru rúm­lega 100 tækninýj­ung­ar, þ.á.m. mynd­bands­upp­töku­vél sem snýr fram og er hugsuð til þess að not­and­inn geti setið fjar­fundi með lif­andi mynd í gegn­um sím­ann. Þá verður mynda­vél­in betri, batte­ríið um 40% öfl­ugra og tölu­vert hærri upp­lausn á skján­um, sú besta sem þekkst hef­ur á farsím­um að sögn Jobs.

Sím­inn mun kosta á bil­inu 199 til 299 Banda­ríkja­dali og fer til að byrja með aðeins á markað í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Jap­an þann 24. júní.

Nýi iPhone síminn
Nýi iP­ho­ne sím­inn Reu­ters
Steve Jobs kynnir fjórðu útgáfu iPhone símans í San Francisco …
Steve Jobs kynn­ir fjórðu út­gáfu iP­ho­ne sím­ans í San Francisco í dag. Getty Ima­ges
iMovie í nýja iPhone símanum sem kynntur var í dag
iMovie í nýja iP­ho­ne sím­an­um sem kynnt­ur var í dag Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert