Hættulegar klámheimsóknir

Reuters

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að þeir sem heimsækja klámsíður á netinu eigi í mikilli hættu á að lenda í klóm tölvuþrjóta. Á mörgum slíkum síðum er ýmis óæskilegur hugbúnaður (e. malware) eða þar er stunduð  vafasöm iðja í því augnamiði að hafa fé af viðkomandi.

Þeir sem stóðu að rannsókninni bjuggu til sínar eigin klámsíður til að rannsaka áhrif þeirra á notendur. Niðurstaðan var sú að margir eru afar berskjaldaðir gagnvart þekktum veirum og öðrum hættum.

Fram kemur á fréttavef breska útvarpsins að tölvuþrjótar sjái mikil tækifæri í þeirri gríðarlegu samkeppni sem ríki á klámefni á netinu.

Haft er eftir dr. Gilbert Wondracek, sem er tölvusérfræðingur hjá International Secure System Lab, sem fór fyrir rannsókninni, að menn hafi óviljandi skapað vistkerfi á netinu sem tölvuþrjótar eigi auðvelt með að misnota. Og það geri þeir í miklum mæli.

Wondracek segir að tilgangurinn með rannsókninni hafi verið að komast að því hvort það sé hættulegt að heimsækja klámsíður, líkt og hafi gjarnan verið haldið fram.

Hann segir að margar rannsóknir hafi skoðað arðsemina eða hina efnahagslegu hlið kláms á netinu. Þetta sé hins vegar í fyrsta sinn sem öryggis- og tæknimál séu rannsökuð í þaula.

Hægt er að finna klámefni á um 12% allra vefsíðna á netinu í dag. Um 70% karlmanna sem eru 24 ára yngri skoða slíkar síður

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert