Þreifst líf í hafinu á Mars?

Mars.
Mars. Reuters

Líf gæti hafa þrifist í risavöxnu hafi sem talið er að hafi náð yfir ríflega þriðjung yfirborðs plánetunnar Mars fyrir um 3,5 milljörðum ára. Er þetta meðal niðurstaðna rannsóknar sem gerð var opinber í dag. Hafið er talið hafa verið á stærð við Atlantshafið hér á jörð og vatnsmagnið hafi verið sem nemur 10% alls vatns á jörðinni.

Lengi hefur verið deilt um hvort líf hafi þrifist á Mars í fyrndinni og þó að hin ný rannsókn veiti vísbendingu í þá hafa órækar sannanir enn ekki fengist.

Vísindamenn hjá Colorado-háskóla í Bandaríkjunum rannsökuðu mikinn fjölda mynda sem teknar hafa verið af yfirborð Mars undanfarinn áratug. Var sérstakur hugbúnaður mataður á upplýsingunum um landslagið og leiddi rannsókn í ljós sterkar vísbendingar um ár og haf á plánetunni.

Útreikningar benda til þess að 36% plánetunnar hafi verið undir um 124 milljón rúmkílómetrum af vatni. Talið er að í vatninu hafi verið til staðar hringrás lífs á borð við þá sem þrífst á jörðinni.

Ein af stóru spurningunum sem enn er ósvarað er hvað varð um allt vatnið. Vonast er tl að fyrirhugaðir rannsóknarleiðangrar til Mars muni varpa ljósi á þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert