Þorvaldseyri á vefinn

Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum mbl.is/Golli

Heim­il­is­fólkið á Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um hef­ur opnað heimasíðu, www.þor­valds­eyri.is, þar sem hægt er að fylgj­ast með frétt­um tengd­um bú­störf­um og upp­bygg­ingu eft­ir eld­gosið og skoða mynd­ir.

Þar er m.a. saga Þor­valds­eyr­ar rak­in í stuttu máli.

„ Í kjöl­far eld­goss, ösku­falls og flóða úr Eyja­fjalla­jökli höf­um við á Þor­valds­eyri fundið fyr­ir mikl­um stuðningi frá ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um og fjöl­mörg­um sjálf­boðaliðum, sem tekið hafa þátt í hreins­un­ar­starfi. Erum við þeim mjög þakk­lát. Við hvetj­um fólk til að heim­sækja síðuna okk­ar og fylgj­ast með líf­inu í ,,ösk­unni”," seg­ir í til­kynn­ingu frá heim­il­is­fólk­inu á Þor­valds­eyri.

Í þjóðhátíðarávarpi sínu sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, að Ólaf­ur Eggerts­son, bóndi á Þor­valds­eyri væri hetja í henn­ar huga og tákn­mynd Íslend­inga sem hafa sigr­ast á tíma­bundnu mót­læti.

„Við gleðjumst yfir birt­unni og grósk­unni í nátt­úr­unni og þeirri gleði sem fylg­ir ís­lensku sumri í hjört­um okk­ar allra. Mér er minn­is­stæð mynd­in af Ólafi bónda á Þor­valds­eyri und­ir Eyja­fjöll­um þegar hann hand­lék nýslegið grasið á jörðinni sinni. Við sáum þar mann sem höfðu um hríð fall­ist hend­ur vegna áhrifa nátt­úrafl­anna en upp­lifði þenn­an dag upp­skeru erfiðis síns, upp­skeru sem fór fram úr hans björt­ustu von­um.

Í mín­um huga er þessi góði búmaður tákn­mynd Íslend­inga sem hafa sigr­ast á búsifj­um, sigr­ast á nátt­úröfl­um og sigr­ast á tíma­bundnu mót­læti. Bónd­inn á Þor­valds­eyri er hetja í mín­um huga eins og svo marg­ir Íslend­ing­ar sem hafa tek­ist á við af­leiðing­ar þeirra efna­hags­legu ham­fara sem á okk­ur hafa dunið af æðru­leysi," sagði Jó­hanna í ávarpi til þjóðar­inn­ar í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert