Vélmenni mætast á knattspyrnuvellinum

00:00
00:00

Knatt­spyrnulið kín­verskra vél­menna bar sig­ur úr být­um á Alþjóðleg­um ólymp­íu­leik­um vél­menna. Leik­arn­ir eru haldn­ir ár­lega og fóru að þessu sinni fram í Kína. Heima­menn unnu bæði sig­ur í flokki stórra og smárra vél­menna.

Ólíkt því sem áhorf­end­ur eiga að venj­ast á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu þá var lítið um öskr­andi stuðnings­menn eða lúðrablást­ur. Stemn­ing­in og góð tilþrif voru hins veg­ar til staðar.

Að þessu sinni mætt­ust lið frá Kína, Banda­ríkj­un­um og Suður-Kór­eu. Tveir sáu um að stýra úti­leik­mönn­um á meðan einn sá um stýra markverðinum. 

Guo Weichao, nem­andi við tölv­un­ar­fræði hjá Har­bin tækni­há­skól­an­um, sagði eft­ir sig­ur sinna manna að vél­mennaliðið væri betra en kín­verska landsliðið í knatt­spyrnu. Vél­menn­in verði t.d. aldrei þreytt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert