Finna ekki til fyrstu 24 vikurnar

Átta vikna gamalt fóstur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Átta vikna gamalt fóstur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að þeirri niðurstöðu að fóstur kenni ekki sársauka fyrstu 24 vikur meðgöngunnar. Þessi niðurstaða stangast á við eina af röksemdum andstæðinga fóstureyðinga fyrir því að fóstureyðingarmörkin verði lækkuð úr 24 vikum í 22 eða 20 vikur, að því er fram kemur á fréttavef The Daily Telegraph.

Breska heilbrigðisráðuneytið hafði falið Konunglega læknaráðinu (Royal College) í fæðingarlækningum og kvensjúkdómafræði að fara vandlega yfir þau vísindalegu gögn sem liggja fyrir í málinu. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að taugaendar í heila fóstranna hefðu ekki þroskast nóg til að þau gætu skynjað sársauka fyrstu 24 vikur meðgöngunnar.

Allan Templeton, rektor, sem stjórnaði rannsókninni, sagði að fullyrðing andstæðinga fóstureyðinga um að fóstur gætu kennt sársauka innan 24 vikna byggðist á rannsóknum á fyrirburum. Rannsóknir á fóstrum í móðurkviði leiddu hins vegar í ljós að svo væri ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert