Finna ekki til fyrstu 24 vikurnar

Átta vikna gamalt fóstur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Átta vikna gamalt fóstur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Vís­inda­menn í Bretlandi hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að fóst­ur kenni ekki sárs­auka fyrstu 24 vik­ur meðgöng­unn­ar. Þessi niðurstaða stang­ast á við eina af rök­semd­um and­stæðinga fóst­ur­eyðinga fyr­ir því að fóst­ur­eyðing­ar­mörk­in verði lækkuð úr 24 vik­um í 22 eða 20 vik­ur, að því er fram kem­ur á frétta­vef The Daily Tel­egraph.

Breska heil­brigðisráðuneytið hafði falið Kon­ung­lega lækn­aráðinu (Royal Col­l­e­ge) í fæðing­ar­lækn­ing­um og kven­sjúk­dóma­fræði að fara vand­lega yfir þau vís­inda­legu gögn sem liggja fyr­ir í mál­inu. Vís­inda­menn­irn­ir komust að þeirri niður­stöðu að tauga­end­ar í heila fóstr­anna hefðu ekki þrosk­ast nóg til að þau gætu skynjað sárs­auka fyrstu 24 vik­ur meðgöng­unn­ar.

All­an Templ­et­on, rektor, sem stjórnaði rann­sókn­inni, sagði að full­yrðing and­stæðinga fóst­ur­eyðinga um að fóst­ur gætu kennt sárs­auka inn­an 24 vikna byggðist á rann­sókn­um á fyr­ir­bur­um. Rann­sókn­ir á fóstr­um í móðurkviði leiddu hins veg­ar í ljós að svo væri ekki.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert