Vuvuzela-suð í myndböndum á YouTube

Suður Afríkubúar hafa heldur betur kynnt hljóðfærið vuvuzela fyrir heimsbyggðinni.
Suður Afríkubúar hafa heldur betur kynnt hljóðfærið vuvuzela fyrir heimsbyggðinni. Reuters

Vefsíðan YouTube býður notendum sínum að hlusta á ljúfa vuvuzelatóna undir myndböndum á síðunni þessa dagana. Stjórnendur síðunnar hafa oft gripið til þess ráðs að gantast í notendum sínum og hafa t.d. tekið þátt í aprílgöbbum.

Á YouTube má núna smella á boltalaga takka og njóta þess að láta lætin í vuvuzela yfirgnæfa hljóðið í myndbandinu. Takkinn er staðsettur neðan við myndbandið sem er verið að horfa á. Þannig geta notendur heimfært HM-stemninguna yfir í nánast hvaða myndband sem er.

Suðið í vuvuzela hefur einkennt leiki í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, sem fer fram þessa dagana. Margir hafa bölvað þessum hávaða og hafa hljóðfærin vakið mikla athygli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka