Neysla á sykurlausu gosi eykur hættu á fyrirburafæðingum

Reuters

Rannsókn, sem íslenskir vísindamenn tóku m.a. þátt í, bendir til þess að neysla sykurlausra gosdrykkja með sætuefnum auki hættu á að þungaðar konur fæði fyrir tímann.

Sagt er frá rannsókninni í grein í tímaritinu The American Journaal of Clinical Nutritio en meðal höfunda greinarinnar er Þórhallur I. Halldórsson, næringarfræðingur og lektor við Háskóla Íslands.

Í greininni kemur fram, að rannsóknir hafi bent til þess að sykraðir gosdrykkir geti haft slæm áhrif á heilsufar en áhrif neyslu gosdrykkja með gervisætuefnum hafi minna verið skoðuð, þar á meðal hvort neysla slíkra drykkja hafi áhrif á konur meðan á meðgöngu stendur. 

Í rannsókninni voru skoðuð gögn um neysluvenjur  59.334 þungaðra danskra kvenna á árunum 1996 til 2002 en einnig var aflað viðbótarupplýsinga með símtölum.  

Niðurstöðurnar benda til þess, að samhengi sé á milli neyslu gosdrykkja og ávaxtadrykkja með gervisætuefnum og aukinnar hættu á fyrirburafæðingum. Ef þungaðar konur drekka lítra eða meira af slíkum drykkjum daglega aukast líkur á því að barnið fæðist fyrir tímann um 78% og um 38% sé neyslan eitt glas á dag.  

Grein um rannsóknina

Frétt í Berlingske Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert