Þéttasta stjarna sem fundist hefur

Vísindamenn telja sig hafa fundið eðlisþyngstu stjörnu, sem vitað er um en þyngd hennar er hundruð sinnum meiri en sólarinnar. Stjarnan er nefnd R136a1 og er í nálægri stjörnuþoku.  Telja vísindamenn að hún hafi upphaflega verið 320 sinnum þyngri en sólin en hafi nú minnkað talsvert.

Breski stjarneðlisfræðingurinn Paul Crowther segir, að öfugt við menn fæðist stjörnur þungar en léttist síðan með aldrinum.  „R136a1 er nú miðalda og hefur gengist í gengum mikinn megrunarkúr."  

Crowther segir að stjarna hafi fundist í Tarantula Nebula, gríðarmiklu gas- og rykskýi í Stóra Magellan skýinu, stjörnuþoku sem er í 165 þúsund ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert