Vísindamenn vara við því að áhrif sólgoss geti gætt á jörðinni fljótlega, jafnvel á morgun, að því er fram kemur í frétt á vef breska blaðsins Telegraph. Segir í fréttinni að sólgosið hafi sést vel á gervitunglum, þar á meðal gervitungli Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA.
Gervitungl NASA, Solar Dynamics Observatory, sem var skotið út í geiminn í febrúar á þessu ári. Geimfarið sér sólina með miklu meiri greinigæðum en fyrri gervitungl, samkvæmt Stjörnufræðivefnum.
Er talið að flóðbylgja rafgass frá sólinni stefni nú á ofurhraða til jarðar en ekki er hætta á ferðum að sögn sérfræðinga. Sjá nánar hér
Hægt er að lesa sér til um sólgos á Stjörnufræðivefnum