Kjöt af klónuðu nauti á markað

Afurðir af klónuðum dýrum hafa verið sett á markað.
Afurðir af klónuðum dýrum hafa verið sett á markað. ROBERT SORBO

Kjöt af nautum sem eru undan klónuðum kúm var sent á markað í Bretlandi á síðasta ári. Talmaður matvælaeftirlitsins í Bretlandi segir að neytendum stafaði engi hætta af því að borða kjötið, en það sé hins vegar spurning hvort þetta sé í samræmi við reglur.

Kjötið er af tveimur nautum sem eru undan kúm sem voru klónaðir í Bandaríkjunum.  Steven Innes, bóndinn sem átti nautin, sagði í samtali við BBC að hann hefði ekki brotið neinar reglur og heimilt hefði verið að setja kjötið á markað.

Áður en nautin voru send í sláturhús hafði Innes notað sæði úr þeim  til að sæða um 100 kýr á bænum.

Fram kemur í frétt BBC að í Bandaríkjunum hafi kýr sem gefa mikla mjólk og mikið kjötmagn verið klónaðar til að bæta ræktun kúastofnsins. Árið 2008 lýsti matvælastofnun Bandaríkjanna því yfir að fólki stafaði engin hætta af því að borða kjöt og mjólk af klónuðum dýrum.

Í Evrópusambandinu gilda þær reglur að afurðir klónaðra dýra verði að uppfylla reglur um heilbrigði dýra áður en það fær leyfi til að vera sett á markað. Innan sambandsins er hins vegar umræða um að banna alfarið að setja afurðir klónaðra dýra á markað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert