Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, fyrirskipaði að upplýsingum um fljúgandi furðuhluti sem breska leynilögreglan safnað skyldi haldið leyndum. Hann óttaðist að fréttir um fljúgandi furðuhluti gætu valdið ótta.
Upplýsingar um þetta koma fram í skjölum sem gerð hafa verið opinber. Ríkisstjórnin tók þá ógn sem hún taldi stafa af fljúgandi furðuhlutum svo alvarlega að leyniþjónustan hélt sérstaka fundi um málið. Ráðherrar í ríkisstjórnin óskuðu eftir að fá skýrslur vikulega um málið.
Churchill fyrirskipaði að skjölum um fljúgandi furðuhluti skyldi haldið leyndum í 50 ár vegna þess að hann óttaðist um að fréttir af þessu tagi gætu valdið ofsahræðslu meðal landsmanna.
Nick Pope, sem hefur rannsakað fljúgandi furðuhluti í mörg ár, segir í samtali við BBC, að það sé athyglisvert að flestar skýrslur leyniþjónustunnar frá þessum tíma um fljúgandi furðuhluti hafi verið eyðilagðar.