Stærsti borgarísjaki í 50 ár

00:00
00:00

Gríðar­stór ís­jaki hef­ur brotnað frá Græn­lands­jökli. Jak­inn er um 260 fer­kíló­metr­ar að stærð, en til sam­an­b­urðar má geta þess að Malta er 316 fer­kíló­metr­ar.

Andreas Mu­enchow pró­fess­or við há­skól­ann í Delaware seg­ir þetta sé stærsti borga­rís­jaki sem sést hef­ur síðan árið 1962. Ísjak­inn brotnaði á fimmtu­dag frá svo­kölluðum Peter­mann-jökli á norðvest­ur strönd Græn­lands. Hann er því í hafi í Naressundi á milli Græn­lands og Kan­ada. Borga­rís­inn stefn­ir í suður.

Gervi­hnatt­ar­mynd­ir sýn­ir að Peter­mann-jök­ull hef­ur minnkað um fjórðung eft­ir að ís­inn brotnaði.

Þessi borgarísjaki er lítill miðað við jakann sem brotnaði frá …
Þessi borga­rís­jaki er lít­ill miðað við jak­ann sem brotnaði frá Peterm­an-jökli. mbl.is/​Una
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert