Stúlkur verða fyrr kynþroska en áður

Bandarískar stúlkur verða kynþroska fyrr en áður og margar eru …
Bandarískar stúlkur verða kynþroska fyrr en áður og margar eru byrjaðar að fá brjóst og skapahár við 7 ára aldurinn. mbl.is/Þorkell

Bandarískar stúlkur eru sífellt yngri þegar þær hefja kynþroskaskeiðið og eru margar þeirra byrjaðar að fá brjóst og skapahár allt niður í 7 ára aldur, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í dag í fagtímaritinu American Journal Pediatrics.

Tæplega fjórðungur svartra stúlkna, 14,9% stúlkna af suður-amerískum uppruna og 10,4% hvítra stúlkna byrj að fá brjóst við sjö ár aldurinn samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar sem gerð var á 1.239 stúlkum í Harlem, Cincinnati og San Francisco.

20% af sjö ára gömlum stúlkum af afrískum uppruna eru með skapahár og það sama á við um 6,5% hvítra og s-amerískra stúlkna. Þetta er mikil breyting frá því sem var árið 1997 þegar sambærileg könnun var gerð. Á þeim tíma voru aðeins 5% hvítra stúlkna og 15% svartra byrjaðar að fá brjóst við 7 ára aldurinn.

Neikvæð áhrif þess að byrja snemma á kynþroskaskeiðinu eru m.a. auknar líkur á brjósta- eða leghálskrabbamein auk andlegra erfiðleika s.s. lágs sjálfsálits, átröskunar, þunglyndis og sjálfsvíga. Vísindamennirnir telja einnig að stúlkur sem verða snemma kynþroska séu líklegri til að vera varnarlausar fyrir „óæskilegum" áhrifum frá hinu kyninu og byrja að stunda kynlíf mjög snemma.

Orsakir þess að kynþroskaskeiðið er farið að hefjast svo snemma eru ekki fyllilega ljósar en vísindamennirnir ætla sér að greina þau gögn sem safnað var enn frekar til að ákvarða hvort tengsl séu á milli bráðs kynþroska og þátta s.s. mataræðis og umgengni við efni sem innihalda hormón.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka