Skrásetur tungumál á Grænlandi

Bresk­ur mann­fræðing­ur frá Cambridge há­skóla legg­ur af stað á morg­un til Græn­lands, til að dvelja þar í heilt ár til að skrá­setja tungu­mál Inug­huit ætt­bálks­ins, áður en það deyr út.

Doktor Stephen Pax Leon­ard mun búa meðal Inug­huit fólks­ins á norður­hluta Græn­lands og ætl­ar að læra tungu­mál þeirra, Inukt­un.

Þá ætl­ar hann að hljóðrita sög­ur og söngva ætt­bálks­ins og skrá­setja þjóðtrú og hefðir fólks­ins.

Inug­huit fólkið lif­ir ein­göngu á því sem sjór­inn fær­ir því og not­ar aldagaml­ar aðferðir til veiðanna, á hunda­sleðum og kajök­um.

Leon­ard lýs­ir þessu svæði Græn­lands sem „menn­ing­ar­leg­um kjarna Græn­lands,“ í viðtali við frétta­vef BBC.

Nú sé tungu­mál fólks­ins, og lífs­stíll, að deyja út.

Vegna lofts­lags­breyt­inga er ís­inn að bráðna og þynn­ast og brátt verður óger­legt fyr­ir Inug­huit veiðimenn­ina að ferðast á ísn­um til veiða.

Tungu­málið hef­ur aldrei verið skrá­sett að fullu og hyggst Leon­ard bjarga því við ef til þess komi að ætt­bálk­ur­inn verði að færa sig um set og aðlag­ast ann­arri menn­ingu svo tungu­mál þeirra deyi út.

Fyrst um sinn mun Leon­ard tala við gest­gjafa sína á dönsku en von­ast til að tala Inukt­un reiprenn­andi inn­an skamms.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert