Eyða helmingi vökustunda í samskiptabúnað

Ný rann­sókn í Bretlandi bend­ir til þess að Bret­ar eyði tæp­lega helm­ingi þess tíma sem þeir eru vak­andi, eða 45%, í að horfa á sjón­varp, sitja fyr­ir fram­an tölvu, tala í sím­ann eða í notk­un annarr­ar sam­skipta­tækni. Rann­sókn­in var gerð af bresku stofn­un­inni Ofcom en hún er fyrsta sinn­ar teg­und­ar í Bretlandi.

Fram kem­ur að  til­koma svo­kallaðra snjallsíma, sem geri eig­end­um sín­um kleift að fara á netið, og sam­skipt­asíður eins og Face­book spili nokkuð stórt hlut­verk í þessu sam­bandi. Hefðbund­in tæki s.s. sjón­vörp haldi hins veg­ar áfram að vera hluti af dag­legu lífi flestra og þá sér­stak­lega á kvöld­in sam­kvæmt rann­sókn­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert