Eyða helmingi vökustunda í samskiptabúnað

Ný rannsókn í Bretlandi bendir til þess að Bretar eyði tæplega helmingi þess tíma sem þeir eru vakandi, eða 45%, í að horfa á sjónvarp, sitja fyrir framan tölvu, tala í símann eða í notkun annarrar samskiptatækni. Rannsóknin var gerð af bresku stofnuninni Ofcom en hún er fyrsta sinnar tegundar í Bretlandi.

Fram kemur að  tilkoma svokallaðra snjallsíma, sem geri eigendum sínum kleift að fara á netið, og samskiptasíður eins og Facebook spili nokkuð stórt hlutverk í þessu sambandi. Hefðbundin tæki s.s. sjónvörp haldi hins vegar áfram að vera hluti af daglegu lífi flestra og þá sérstaklega á kvöldin samkvæmt rannsókninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert