Fiskur er megrunarfæði

Bleikju- og lúðurúlla með humargljáa og tómatrisotto er ekki amalegt …
Bleikju- og lúðurúlla með humargljáa og tómatrisotto er ekki amalegt megrunarfæði. Ómar Óskarsson

Rann­sókn­ir við Kaup­manna­há­skóla og norsku NI­FES stofn­un­ina sýna að mik­il neysla eggja­hvítu­efna hvet­ur brún­ar fitu­frum­ur í lík­am­an­um til að breyta fitu í varma. Það er talið skýra hvers vegna eggja­hvítu­ríkt mataræði á borð við Atkins-kúr­inn virk­ar grenn­andi. Fisk­ur þykir einkar góður í þessu skyni.

Þeir sem eru í aðhaldi hafa lengi prófað að draga úr neyslu kol­vetna og auka neyslu próteina eða eggja­hvítu­efna. Fyrr­nefnd­ar rann­sókn­arniðurtöður hafa nú varpað ljósi á hvers vegna mataræði af því tagi hef­ur áhrif til megr­un­ar, að sögn frétta­vefjar Jyl­l­and­sposten

Eggja­hvítu­efn­in örva virkni brúnna fitu­fruma í lík­am­an­um. Þær hafa þá eig­in­leika að þær hamstra ekki orku held­ur brenna henni. Það þýðir að ef þú borðar mikið af prótein­um breyt­ast hita­ein­ing­arn­ar í hita í stað þess að bæt­ast við fitu­forða lík­am­ans.

Til­raun­ir sem gerðar voru á mús­um og rott­um benda til þess að brúnu fitu­frum­urn­ar valdi því að maður geti inn­byrt fleiri hita­ein­ing­ar, án þess að bæta á sig, svo lengi sem kol­vetn­um er skipt út fyr­ir eggja­hvítu­efni. Áhrif­in eru einkar mik­il ef eggja­hvítu­efn­in koma úr fiski. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert