Fiskur er megrunarfæði

Bleikju- og lúðurúlla með humargljáa og tómatrisotto er ekki amalegt …
Bleikju- og lúðurúlla með humargljáa og tómatrisotto er ekki amalegt megrunarfæði. Ómar Óskarsson

Rannsóknir við Kaupmannaháskóla og norsku NIFES stofnunina sýna að mikil neysla eggjahvítuefna hvetur brúnar fitufrumur í líkamanum til að breyta fitu í varma. Það er talið skýra hvers vegna eggjahvíturíkt mataræði á borð við Atkins-kúrinn virkar grennandi. Fiskur þykir einkar góður í þessu skyni.

Þeir sem eru í aðhaldi hafa lengi prófað að draga úr neyslu kolvetna og auka neyslu próteina eða eggjahvítuefna. Fyrrnefndar rannsóknarniðurtöður hafa nú varpað ljósi á hvers vegna mataræði af því tagi hefur áhrif til megrunar, að sögn fréttavefjar Jyllandsposten

Eggjahvítuefnin örva virkni brúnna fitufruma í líkamanum. Þær hafa þá eiginleika að þær hamstra ekki orku heldur brenna henni. Það þýðir að ef þú borðar mikið af próteinum breytast hitaeiningarnar í hita í stað þess að bætast við fituforða líkamans.

Tilraunir sem gerðar voru á músum og rottum benda til þess að brúnu fitufrumurnar valdi því að maður geti innbyrt fleiri hitaeiningar, án þess að bæta á sig, svo lengi sem kolvetnum er skipt út fyrir eggjahvítuefni. Áhrifin eru einkar mikil ef eggjahvítuefnin koma úr fiski. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert