Kannabisreykingar geta linað krónískan sársauka sem stafar frá skemmdum taugum. Þetta er niðurstaða rannsóknar, sem kanadískir vísindamenn hafa gert.
Kannabisreykingarnar höfðu líka góð áhrif á skap sjúklinga og auðvelduðu þeim svefn, að sögn vísindamannanna, sem starfa hjá McGill-háskólanum í Montreal.
21 tók þátt í tilrauninni og voru þeir beðnir um að reykja maríjúana þrisvar sinnum á dag í fimm daga. Allir þjást þátttakendurnir af sársauka vegna taugaskemmda en mjög erfitt er að meðhöndla slíkt.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær, að þessar reykingar drógu úr sársauka, bættu svefn og sjúklingarnir þoldu þær vel.
Helstu aukaverkanirnar, sem þó voru litlar, voru höfuðverkur, þurrkur í augum, svimi, dofi og hósti.