Mjólkurglas eyðir hvítlaukslyktinni

Hvítlaukur
Hvítlaukur

Vísindamenn hafa fundið leynivopnið gegn lyktinni sem fylgir hvítlauksneyslu. Lausnin er afar einföld: að teyga eitt ískalt mjólkurglas. Niðurstöður rannsóknar um þetta alræmda vandamál matgæðinga birtist í bandaríska fagtímaritinu Journal of Food Science.

Þar lýsa  tveir vísindamenn Ohio háskóla í Bandaríkjunum því hvernig mjólk leysir upp súlfúr í ennis,- munn,- og nefholi, en það er einmitt ákveðið súlfursamband í hvítlauknum sem gefur honum hið sérstæða bragð og einnig eftirbragðið sem lifað getur svo lengi.

Aðferðin er jafnvel enn áhrifaríkari ef mjólkin er drukkin fyrir neyslu hvítlauksins, frekar en eftir á. Þá skiptir einnig máli hvers konar mjólk þú drekkur, því feitari sem hún er, því áhrifaríkari og því útrýmir nýmjólk fremur hvítlaukslyktinni en léttmjólk eða undanrenna.

Fyrir þá sem ekki drekka mjólk kunna að vera aðrar sambærilegar leiðir til að losna við hvítlaukslyktina. Almennt ætti samblanda af fitu og vatni að hjálpa til og nefna vísindamennirnir í því sambandi bæði sveppi og basilikku í bland við vatn. Ekkert hefur þó jafngóð áhrif á mjólk sem svínvirkar gegn hvítlaukslyktinni sem flestum þykir svo óæskileg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert