Geimfar til sólarinnar

Tölvumynd NASA af sólarkannanum.
Tölvumynd NASA af sólarkannanum.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA stefnir að því, að senda könnunarfar til sólarinnar fyrir árið 2018. Áformað er að senda farið inn í það sem skilgreint er sem ytra andrúmsloft sólarinnar en slíkt hefur aldrei verið gert fyrr.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC, að áður en farið brennur upp í hitanum frá sólinni sé vonast til að það hafi aflað verðmætra upplýsinga. Hitinn í „andrúmslofti" sólarinnar er yfir 1400 gráður.

Sólarfarið mun kosta um 180 milljónir dala, jafnvirði  21 milljarðs króna. Það verður varið með hitahlíf úr kolefnissamböndum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert