Kynlífsvírus breiðist út

Reuters

Vírussmitaður tölvu­póst­ur fer eins og eld­ur í sinu um tölvu­heima en í tölvu­póst­in­um er þeim sem opna viðhengið lofað frí­um klám­mynd­um. Um svo nefnd­an tölvu­orm að ræða því þeir sem sem smella á viðhengið fá eng­ar frí­ar klám­mynd­ir né annað klám­efni held­ur kemst tölvu­orm­ur­inn inn í Outlook nafna­skrá viðkom­andi.

Tölvu­orm­ur­inn dreif­ist síðan til allra þeirra sem eru í tölvu­póst­skránni, sam­kvæmt frétt BBC um tölvu­orm­inn. Ekki nóg með það held­ur reyn­ir orm­ur­inn að eyða öll­um ör­ygg­is­hug­búnaði tölv­unn­ar. 

Sjá nán­ar á vef BBC
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert