Kynlífsvírus breiðist út

Reuters

Vírussmitaður tölvupóstur fer eins og eldur í sinu um tölvuheima en í tölvupóstinum er þeim sem opna viðhengið lofað fríum klámmyndum. Um svo nefndan tölvuorm að ræða því þeir sem sem smella á viðhengið fá engar fríar klámmyndir né annað klámefni heldur kemst tölvuormurinn inn í Outlook nafnaskrá viðkomandi.

Tölvuormurinn dreifist síðan til allra þeirra sem eru í tölvupóstskránni, samkvæmt frétt BBC um tölvuorminn. Ekki nóg með það heldur reynir ormurinn að eyða öllum öryggishugbúnaði tölvunnar. 

Sjá nánar á vef BBC
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert