Fundu stærstu köngulóarvefinn

Alltaf eru að finnast nýjar tegundir af köngulóm. Sú sem …
Alltaf eru að finnast nýjar tegundir af köngulóm. Sú sem nú hefur fundist á Madagaskar slær öllum öðrum við í vefgerð. mbl.is/Árni Sæberg

Vísindamenn hafa uppgötvað könguló á eyjunni Madagaskar sem spinnur lengri vef en áður hefur verið kunnugt um, hann spannar 25 metra. Vefurinn er einnig úr sterkara efni en vísindamenn hafa áður vitað um og með vefnum getur köngulóin gómað þrjátíu skordýr á klukkustund.

Sagt er frá þessari uppgötvun Inga Agnarssonar, prófessors og forstöðumanns dýrafræðisafnsins við Púertó Ríkó háskóla og félaga hans, á fréttavef BBC. Ingi vinnur einnig fyrir Smithsonian-stofnunina í Washington.

Köngulóin sem kennd er við Darwin spinnur vef sinn yfir ár og vötn og nýtir þannig svæði sem aðrar tegundir köngulóa geta ekki farið um. Þess vegna verða vefirnir að vera langir. Og þeir veiða vel.

Vísindamennirnir fundu marga vefi af þessu tagi á Madagaskar. Þeir eru enn að rannsaka hvernig köngulóin fer að því að spinna jafn mikla vefi yfir ár og vötn með tengingum á báða vatnsbakka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert