Ísinn bráðnar óvenju hratt

Á hálum ís. Ísinn á norðurskauti jarðar bráðnaði óvenju hratt …
Á hálum ís. Ísinn á norðurskauti jarðar bráðnaði óvenju hratt í sumar. Reuters

Ísbráðnun á norðurskauti jarðar var óvenjuhröð í sumar. Íshettan sumarið 2010 er sú  þriðja minnsta síðan gervihnattamælingar hófust.  Hún hefur þó aldrei mælst jafn lítil og árið 2007.

Vísindamenn segja að íshettan hafi náð lágmarki sínu eftir sumarbráðnunina og nú sé hún tekin að þenjast út aftur. Minnstur ís á norðurskautinu á þessu ári mældist þann 10. september síðastliðinn. Íshettan þakti þá um 4,76 milljón ferkílómetra.

Síðustu 12 mánuðir hafa verið óvenju hlýir á jörðinni með hæsta meðalhita síðan mælingar hófust fyrir 130 árum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert