Ríkiskaup og Omnis þjónusta ehf. hafa gert rammasamning um tækniþjónustu. Í fréttatilkynningu frá Omnis kemur fram að þetta er í fyrsta skipti sem slíkur samningur er gerður vegna tækniþjónustu.
Þetta þýðir í raun að aðilum rammasamnings, sem eru ríkisstofnanir og fjölmörg sveitarfélög, er óheimilt að leita til annarra aðila með tækniþjónustu en þeirra tækniþjónustufyrirtækja sem valin voru af Ríkiskaupum að loknu útboði.
Starfsmenn Omnis og Omnis þjónustu eru í dag 20 talsins í Reykjanesbæ, Akranesi og í Borgarnesi og vonast forráðamenn fyrirtækisins til þess að þeim fjölgi í kjölfar samningsins við Ríkiskaup.