Ein af hverjum fimm plöntum í öllum heiminum er í útrýmingarhættu að því er fram kemur í nýrri rannsókn. Vísindamenn rannsökuðu yfir 4.000 tegundir og komust að þeirri niðurstöðu að 22% plantna eigi í hættu á að heyra sögunni til.
Þá segir í rannsókninni, sem Royal Botanic Gardens í Kew, Natural History Museum og International Union for the Conservation of Nature unnu í sameiningu, að of litar upplýsingar séu til um þriðjung allra platna. Menn viti því í raun ekki hvort tegundirnar séu í útrýmingarhættu eður ei.
Fram kemur að talið sé að plöntutegundirnar í heiminum séu alls um 380.000 talsins. Margar þeirra hverfi af mannavöldum, t.d. þegar regnskógar eru ruddir í landbúnaðarskyni.
Fram kemur í rannsókninni að plöntutegundir í hitabeltisfrumskógum séu í sérstakri hættu.