Lífvænleg reikistjarna fundin?

Er líf á öðrum hnöttum?
Er líf á öðrum hnöttum?

Hópur bandarískra vísindamanna segist hafa fundið reikistjörnu á stærð við jörðina sem vegna staðsetningar sinnar gæti verið lífvænleg. Ástæðan er sú að stjarnan er í miðju lífbeltis sólstjörnu, belti sem er sá staður í hverju sólkerfi þar sem fljótandi vatn gæti verið til staðar á yfirborði reikistjarna. Frá þessu er greint í nýjasta hefti Astrophysical Journal sem kom út í dag og er um skrifað á Stjörnufræðivefnum,  www.stjornuskodun.is

Verði uppgötvunin staðfest er um að ræða fyrstu lífvænlegu reikistjörnuna sem finnst utan okkar sólkerfis.

Í greininni er sagt frá því að tvær reikistjörnur hafi fundist umhverfis stjörnuna Gliese 581 sem er í um 20 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu Voginni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert