Bresku bílasmiðjurnar í Jaguar afhjúpa í dag nýjan ofurrafbíll sem nær allt að 320 km hámarkshraða. Drægnin er sögð 560 km sem er mun meira en í hefðbundnum rafbílum. Bíllinn, C-X75, er enn sem komið er hugmyndabíll og hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort hann fari í fjöldaframleiðslu.
Notast er við nýja vélartækni frá fyrirtækinu Bladon Jets en hún er afbrigði af tvinnbílatækninni.
Bíllinn notar því einnig eldsneyti en þar sem enginn sprengihreyfill er í bílnum er hann skilgreindur sem rafbíll, að því er fram kemur á vef Daily Telegraph.
Nafnið, C-X75, er skírskotun í 75 ára afmæli bílaverksmiðjanna.