Ofurrafbíllinn kominn

Nýi rafbíllinn frá Jaguar er rennilegur.
Nýi rafbíllinn frá Jaguar er rennilegur.

Bresku bíla­smiðjurn­ar í Jagu­ar af­hjúpa í dag nýj­an of­urraf­bíll sem nær allt að 320 km há­marks­hraða. Drægn­in er sögð 560 km sem er mun meira en í hefðbundn­um raf­bíl­um. Bíll­inn, C-X75, er enn sem komið er hug­mynda­bíll og hef­ur ekki verið tek­in ákvörðun um hvort hann fari í fjölda­fram­leiðslu.

Not­ast er við nýja vél­ar­tækni frá fyr­ir­tæk­inu Bla­don Jets en hún er af­brigði af tvinn­bíla­tækn­inni.

Bíll­inn not­ar því einnig eldsneyti en þar sem eng­inn sprengi­hreyf­ill er í bíln­um er hann skil­greind­ur sem raf­bíll, að því er fram kem­ur á vef Daily Tel­egraph.

Nafnið, C-X75, er skír­skot­un í 75 ára af­mæli bíla­verk­smiðjanna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert