Nóbelsverðlaun fyrir glasafrjóvgunartækni

Breski vísindamaðurinn Robert G. Edwards hlýtur Nóbelsverðlaunin í læknisfræði á þessu ári fyrir að þróa svonefnda glasafrjóvgunartækni. Nóbelsnefndin segir, að þessari tækni megi þakka, að fjórar milljónir einstaklinga hafi fæðst í þennan heim.

Edwards, sem er lífeðlisfræðingur að mennt, er fæddur í Manchester á Englandi árið 1925. Hann þróaði glasafrjóvgunartæknina ásamt skurðlækninum Patrick Steptoe en fyrsta barnið sem kom í heiminn eftir glasafrjóvgun var Louise Joy Brown, sem fæddist 25. júlí 1978.

„Framlag hans markaði tímamót í nútíma læknisfræði," sagði Nóbelsverðlaunanefndin í tilkynningu sinni. „Afrek hans gerðu kleift að lækna ófrjósemi, kvilla sem stór hluti mannkyns þjáist af, þar á meðal yfir 10% allra para í heiminum."

Robert G. Edwards.
Robert G. Edwards.
Mannsfóstur á fyrstu stigum frumuskiptingar í tilraunaglasi.
Mannsfóstur á fyrstu stigum frumuskiptingar í tilraunaglasi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert