Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á sameindum

Þrír vísindamenn hljóta Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár fyrir að þróa nýjar aðferðir til að tengja saman kolefnisfrumeindir svo hægt sé að byggja upp flóknar sameindir.

Vísindamennirnir eru Bandaríkjamaðurinn Richard Heck og Japanarnir Ei-ichi Negishi og Akira Suzuki.

Í gær var tilkynnt að tveir vísindamenn hlytu Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir á kolefni.

Akira Suzuki, Ei-ichi Negishi og Richard Heck.
Akira Suzuki, Ei-ichi Negishi og Richard Heck. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert