Ferðamáti framtíðarinnar

Dæmi um farþegavagn í Shweeb-kerfinu.
Dæmi um farþegavagn í Shweeb-kerfinu.

Net­ris­inn Google hef­ur fjár­fest fyr­ir eina millj­ón Banda­ríkja­dala í nýju sam­göngu­kerfi sem er frum­leg blanda af reiðhjóli og lest­ar­kerfi. Farþeg­arn­ir knýja lít­inn vagn sem er áfast­ur tein­um á loft­bit­um með því að snúa pe­döl­um eins og þeir væru að hjóla á jörðu niðri.

Það er Ástr­al­inn Geof­frey Barnett sem hannaði kerfið en mark­mið þess er að bjóða upp á ein­fald­an og meng­un­ar­laus­an ferðamóta í borg­um.

Eins og sjá má mynd­inni hér fyr­ir ofan rúm­ar hver vagn aðeins einn farþega. Ganga vagn­arn­ir eft­ir ein­földu járn­braut­ar­spori sem hvíl­ir á styrkt­ar­bit­um sem aft­ur hvíla á súl­um.

Google hef­ur nú ákveðið að styðja Barnett en hann hlaut verðlaun í sam­keppni fyr­ir­tæk­is­ins um hug­mynd­ir sem breytt geta heim­in­um.

Þá á svo eft­ir að koma í ljós hvort þess­ir fót­stignu vagn­ar kom­ast nokkru sinni í út­breidda notk­un.

Sýn listamanns á kerfið.
Sýn lista­manns á kerfið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert