Mörgum kann þykja að það svíði undan ástinni, en bandarískir vísindamenn hafa leitt líkum að því að ástin lini þjáningar. Rannsóknir á heilastarfsemi gefa til kynna að ástleitnar hugsanir hafa áhrif á þau svæði heilans, sem tengast sársaukaviðbrögðum.
Rannsakendur við Stanford háskóla framkölluðu vægan sársauka á 15 ungmennum, sem á meðan horfðu á myndir af sínum heittelskuðu. Þeir sem rannsakaðir voru áttu það sameiginlegt að hafa nýlega hafið ástarsamband.
Viðbrögðin voru síðan mæld og í ljós kom að myndirnar drógu úr sársaukaviðbrögðum.