Enginn verður við stýrið

Reuters

Gerðar hafa verið tilraunir með sjálfstýrandi bíla um nokkurt skeið víða um heim og í gær sviptu þýskir vísindamenn hulunni af þeim nýjasta. „Í framtíðinni verður fólki bannað af öryggisástæðum að keyra bíla,“ sagði Raul Rojas, prófessor við Frjálsa háskólann í Berlín.

„Bílar nútímans eru hestvagnar gærdagsins.“ Hann sagði að eftir fimm til 10 ár yrði hægt að nota þessa tækni á afmörkuðum svæðum eins og flugvöllum, í verksmiðjum og vöruskemmum, ívið seinna á hraðbrautum. „Búið verður að yfirvinna þröskuldana í borgum eftir 20-30 ár,“ sagði Rojas. Hann segir ennfremur að fólk muni nýta sjálfstýrivagnana mun betur, meira verði um að fólk deili bílunum og þannig muni takast að draga úr mengun og umferðarteppum.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, áætlar að rösklega milljón manna láti lífið í umferðarslysum á hverju ári og um 50 milljónir að auki slasist. Talsmenn bílstjóralausra ökutækja benda á að tækið geri aldrei mistök vegna þreytu og í sjálfstýribílunum geti fólk setið áhyggjulaust og notað tímann til að lesa eða slaka á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert