Enginn verður við stýrið

Reuters

Gerðar hafa verið til­raun­ir með sjálf­stýr­andi bíla um nokk­urt skeið víða um heim og í gær sviptu þýsk­ir vís­inda­menn hul­unni af þeim nýj­asta. „Í framtíðinni verður fólki bannað af ör­ygg­is­ástæðum að keyra bíla,“ sagði Raul Rojas, pró­fess­or við Frjálsa há­skól­ann í Berlín.

„Bíl­ar nú­tím­ans eru hest­vagn­ar gær­dags­ins.“ Hann sagði að eft­ir fimm til 10 ár yrði hægt að nota þessa tækni á af­mörkuðum svæðum eins og flug­völl­um, í verk­smiðjum og vöru­skemm­um, ívið seinna á hraðbraut­um. „Búið verður að yf­ir­vinna þrösk­uld­ana í borg­um eft­ir 20-30 ár,“ sagði Rojas. Hann seg­ir enn­frem­ur að fólk muni nýta sjálf­stýri­vagn­ana mun bet­ur, meira verði um að fólk deili bíl­un­um og þannig muni tak­ast að draga úr meng­un og um­ferðartepp­um.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in, WHO, áætl­ar að rösk­lega millj­ón manna láti lífið í um­ferðarslys­um á hverju ári og um 50 millj­ón­ir að auki slas­ist. Tals­menn bíl­stjóra­lausra öku­tækja benda á að tækið geri aldrei mis­tök vegna þreytu og í sjálf­stýri­bíl­un­um geti fólk setið áhyggju­laust og notað tím­ann til að lesa eða slaka á.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert