Breska sjónvarpsstöðin BBC3 undirbýr nú gerð heimildamyndar um tengsl munnmaka og krabbameins í munni og hálsi. Breskur sérfræðingur í krabbameinsrannsóknum segir að aukinni tíðni slíks krabbameins megi jafna við faraldur á meðal yngra fólks.
Er heimildamyndinni ætlað að kanna tengsl munnmaka og krabbameins í hálsi en tíðni þess hefur aukist um 50% hjá breskum karlmönnum og um 3% hjá konum á meðan dregið hefur úr reykingum sem áður voru taldar helsti orsakavaldurinn. Um 1.800 Bretar falla nú árlega fyrir krabbameini í munni og hálsi.