Stjörnufræðingar hafa uppgötvað fjarlægustu vetrarbraut sem vitað er um fram að þessu.
Ljós frá henni barst til jarðar í dag, það var rúma þrettán milljarða ára á leiðinni og fór á 300.000 kílómetra hraða á sekúndu.
Til samanburðar má nefna að ljósið lagði af stað um 600 milljón árum eftir Miklahvell. Uppgötvunin leiðir í ljós að stjörnur og vetrarbrautir voru farnar að myndast þegar alheimurinn var enn að slíta barnsskónum.
Vetrarbrautin hefur hlotið nafnið UDFy-38135539.
Risavaxinn stjörnukíkir í Atacama eyðimörkinni í Chile var notaður við rannsóknina.
Ítarleg umfjöllun um vetrarbrautina er á Stjörnufræðivefnum