Áfengi hættulegra en ólögleg fíkniefni

Áfengi er hættulegra en ólögleg fíkniefni, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar.
Áfengi er hættulegra en ólögleg fíkniefni, samkvæmt niðurstöðu nýrrar rannsóknar. mbl.is/Heiðar

Áfengi er hættu­legra en ólög­leg fíkni­efni á borð við heróín og krakk, að því er kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar breskr­ar rann­sókn­ar, sem fjallað er um í lækna­blaðinu Lancet í dag.

Bresk­ir sér­fræðing­ar lögðu mat á ávana­bind­andi efni, þar á meðal áfengi, kókaín, heróín, e-töfl­ur og maríjú­ana og röðuðu þeim eft­ir skaðleg­um áhrif­um, sem þau hafa á ein­stak­linga og sam­fé­lagið í heild.

Rann­sókn­in leiddi í ljós, að heróín, krakk og metam­feta­mín valda ein­stak­ling­um mest­um skaða en þegar fé­lags­leg áhrif eru tek­in með í reikn­ing­inn eru áfengi, heróín og krakk ban­væn­ust. Heild­arniðurstaðan var, að áfengi væri hættu­leg­ast en heróín og krakk koma í kjöl­farið.  

Sér­fræðing­ar segja, að ástæðan fyr­ir því að áfengi sé talið svo hættu­legt er hve neysla þess er al­menn og geti haft víðtæk­ar af­leiðing­ar, ekki aðeins fyr­ir þá sem neyta þess held­ur einnig fjöl­skyld­ur þeirra.

Of­neysla áfeng­is skaðar nán­ast öll líf­færa­kerfi. Þá veld­ur áfengi hærri dán­artíðni og teng­ist mun fleiri glæp­um en önn­ur lyf, þar á meðal heróín. Sér­fræðing­ar segja þó, að hvorki sé raun­hæft né æski­legt að banna áfengi.

„Við get­um ekki snúið aft­ur til bann­ár­anna," sagði Leslie King, einn höf­unda skýrsl­unn­ar um rann­sókn­ina. „Áfengi er of rót­gróið í menn­ingu okk­ar."

King sagði, að lönd ættu að ein­beita sér að því að ná til þeirra sem eiga í erfiðleik­um með neyslu sína en ekki þá sem neyta áfeng­is í hófi. Skoða eigi hvort ekki sé hægt að auka fræðslu um áfengi og hækka jafn­framt áfeng­is­verð. 

Bresk stofn­un, Centre for Crime and Justice Studies, fjár­magnaði rann­sókn­ina.  Sér­fræðing­ar segja, að niður­stöðurn­ar gætu haft áhrif á það hvernig fíkni­efni eru flokkuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert