„Dauða“ prótín gegn sjúkdómum

Ástralskir og breskir vísindamenn hafa uppgötvað svokallað „dauða“ prótín sem …
Ástralskir og breskir vísindamenn hafa uppgötvað svokallað „dauða“ prótín sem ræðst á óæskilegar frumur. CHUCK KENNEDY

Ástralskir og breskir vísindamenn hafa uppgötvað svokallað „dauða“ prótín sem ræðst á óæskilegar frumur og ætti að geta nýst í baráttunni við krabbamein, malaríu og sykursýki. 

Að sögn James Whisstock, sem fer fyrir rannsókninni, kallast prótínið perforin og ræðst það á óæskilegar frumur, gerir gat á himnu þeirra og sprautar inn ensími. „Það ræðst inn í þær frumur sem hafa sýkst af veirum eða orðið að krabbameinsfrumum og eyðir þeim innan frá. Ónæmiskerfið getur ekki eytt þessum frumum án þeirra.“

Vísindamennirnir hafa notaðst við hátæknilegar smásjár til að rannsaka uppbyggingu og virkni prónínsins, en rannsóknin hefur staðið yfir í um 10 ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert