Fiskolía hægir ekki á Alzheimer

Lækningamáttur fiskolíu eru dregnir í efa í nýjum rannsóknum
Lækningamáttur fiskolíu eru dregnir í efa í nýjum rannsóknum mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Ný rannsókn bendir til þess að fiskolía hægi ekki á Alzheimer sjúkdómnum líkt og margir hafa talið. Þetta kemur fram í grein sem birt er í Journal of the American Medical Association.

Í frétt CNN kemur fram að rannsóknin sé sú nýjasta en eflaust ekki sú síðasta þar sem áhrif omega fitusýru á andlega heilsu fólks eru dregin í efa.

Á vef CNN er haft eftir sérfræðingi í öldrunarsjúkdómum að fiskolía geri þeim sem þjást af Alzheimer ekkert illt en um leið geri hún þeim ekkert gott. 

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert