Ættflokkur á steinaldarstigi

Stjórnvöld í Perú hafa birt myndir af einangruðum ættflokki frumbyggja, sem fannst á síðasta ári langt inni á svæði, sem skilgreint er innan þjóðgarðs. Ættflokkurinn fannst þegar starfsmenn þjóðgarðsins fóru inn á svæðið og  komu fyrir myndavélum til að leita að mönnum, sem stunda ólöglegt skógarhögg.

Myndskeið af ættflokknum var sýnt í þjóðminjasafni Perú í gær. Þar sjást starfsmenn þjóðgarðsins og íbúar í hirðingjaþorpinu sem í eru nokkrir kofar, búnir til úr pálmatrjám. 

Þjóðgarðsverðirnir segja, að indíánarnir, sem aldrei áður hafa haft samskipti við umheiminn, hafi tekið vel á móti þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert