Magnaðar myndir utan úr geimi

Ítalía að næturlagi.
Ítalía að næturlagi. Reuters

Geimfarar hafa tekið magnaðar ljósmyndir af jörðinni að nóttu til. Myndirnar eru teknar af Cupola útsýnispallinum í alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Myndirnar sýna Egyptaland, Persaflóa, Miðjarðarhafið og suðurhluta Ítalíu, þar sem „stígvélið“ sést greinilega.

Cupola pallurinn, sem var tengdur við stöðina í febrúar sl., er undir stöðinni og þaðan stjórna geimfararnir vélmennum sem sinna ýmsum störfum fyrir utan stöðina.

Útsýnið þaðan þykir stórbrotið. Margir geimfarar fara þangað til að slaka á og njóta þess sem fyrir augu ber.

Cupola er eins og hvelfing í laginu með sex hliðargluggum. Þá er hringlaga þakgluggi á hvelfingunni sem er um 80 cm að stærð. Er það stærsti gluggi sem hefur verið smíðaður fyrir geimfar.

Byggingin er framlag evrópsku geimferðastofnunarinnar til geimstöðvarinnar.

Horft yfir Egyptaland og Níl að nóttu til.
Horft yfir Egyptaland og Níl að nóttu til. Reuters
Hér má sjá norðurhluta Persaflóa.
Hér má sjá norðurhluta Persaflóa. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert